Gjaldskrá
Gjaldskrá – gild frá og með 1.1.2023
Athuga að þessi gjaldskrá gildir nema um annað hafi verið samið.
Sala
Sala á fasteignum í einkasölu miðast við 2% af söluverði auk vsk, sú þóknun getur þó verið breytileg eftir umfangi sölunar. Innifalið í sölunni eru meðal annars sýningar á eign og gerð auglisýnga fyrir fasteignavefi vísi og mbl.
Almenn söluskrá er þó:
- Sala fasteigna og skráðra skipa sem eru í almennri sölu 2,5 % af söluverði auk vsk..
- Sala fasteigna og skráðra skipa sem eru í einkasölu 2 % af söluverði auk vsk..
- Aðstoð við kaup fasteigna og skráðra skipa 1% af söluverði auk vsk..
- Sala félaga og atvinnufyrirtækja 5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir auk vsk..
- Sala bifreiða sem settar eru upp í kaupverð fasteigna 3 % af söluverði auk vsk. en þó aldrei lægri en kr. 100.000,- með vsk.
- Endursala eignar sem áður hefur verið seld í makaskiptum 1,5 % af söluverði auk vsk..
- Sala sumarhúsa 5 % af söluverði auk vsk. og gagnaöflunar.
Söluverðmat
Fyrir skriflegt verðmat er þóknun lámark kr. 43.400,- með vsk.
Fyrir skoðun og mat á atvinnuhúsnæði greiðist eftir tímagjaldi en þó að lágmarki kr. 64.480,- með vsk.
Söluverðmat er hinsvegar frítt
Gagnaöflun
Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 64.480,- með vsk. vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbókarvottorða, ljósrit teikninga og ýmissa skjala.
Myndataka
Ef óskað er eftir fagljósmyndara er kosnaður þess 20.000 með vsk og ljós- og loftmyndataka 26.000 með vsk,
Leiga fasteigna
- Þóknun fyrir gerð leigusamnings um einstakt íbúðarhúsnæði er kostnaður mánaðar leiga og lámark 124.000,- með vsk. Auk kostnaðar við gagnaöflun.
- Þóknun fyrir gerð leigusamnings um atvinnuhúsnæði skal vera grunngjald kr. 124.000,- með vsk. auk tímagjalds sem fer í viðtöl og gagnaöflun.
- Þóknun fyrir að annast milligöngu um að koma á leigusamningi skal samsvara mánaðarleigu hins leigða auk virðisaukaskatts.
- Sé leigusamningur gerður til fimm ára eða lengri tíma skal þóknunin samsvara tveggja mánaða leigu auk virðisaukaskatts
Kaupandi
Kaupandi fasteignar greiðir umsýsluþóknun kr. 74.400,- með vsk. fyrir þjónustu fasteignasölunnar sem m.a. innifelur þinglýsingarmeðferð kaupsamnings og afsals.
Tímagjald
Tímagjald er kr. 24.800.- með vsk.